Júlíönnu hátíð

Jón Hálfdanarson

Þegar ég vaknaði í kókosrúminu á Hótel Egilsen og horfði á sólskinið sem flæddi inn um gluggann fannst mér eins og ég væri kominn á suðræna strönd. En það breyttist þegar ég kom út og ekki til hins verra. Han vara ð norðan og frostið beit en við vorum vel klædd. Mett eftir fjölbreyttan og staðgóðan morgunverð gengum við um bæinn og síðan niður að höfn og upp á Súgandisey. Þar gat á að líta, því í aðra átt ljómuðu blár Breiðafjörður og eyjar hans í sólinni en í hina kúrðu veltilhöfð húsin í bænum. þarna uppi rákumst við á heimamenn sem gátu nafngreint fyrir okkur flestar eyjarnar og bent á Stykkið, klapparhólma undir hausnum á hafskipabryggjunni. Uppi við vitann spjallaði ég við Svisslendinga sem vorum nú komnir til Íslands til að upplifa landið í vetrarham en þekktu það vel frá sumarferðum. Og þau sögðust ekki vera svikin af dvölinni á Hótel Egilsen eða veðrinu tvo síðustu daga!

En þar beið okkar steiktar kótelletur og sunnudagsmatur eins og hann var tilreiddur í gamla daga. Í fyrsta sinn í áratugi borðaði ég sveskjugraut. Stjúpa mín sauð stóran pott af sveskjugraut á sunnudögum. Hann var borinn fram sem eftirréttur og afganginn fengum við síðan alla daga vikunnar. Uppeldissystir mín veðjaði við mig hvort ég gæti klárað upp úr allri stóru skálinni svo við losnuðum við hann í eitt skipti fyrir öll. Ég vann veðmálið en það var fyrst núna í Stykkishólmi sem mér tókst að melta sigurinn!?

Hótel Egilsen Stykkishólmi

Stykkishólmur er eitt fegursta bæjarstæði á Íslandi. Þangað er ætíð ljúft og notalegt að koma til að njóta fegurðar og kyrrðar. Staður sem ferðamenn innlendir sem erlendir ættu að sækja heim og það jafnvel aftur og aftur. Því alltaf er hægt að hafa eitthvað nýtt fyrir stafni og aldrei fær maður nóg. Þú finnur fljótt að þar býr gott fólk, friðsamt, glatt og gestrisið. 

Á besta stað í hjarta bæjarins gefur að líta gamalt rauðmálað vinalegt hús, óvenju reisulegt, vandað og vel við haldið enda ný uppgert.

Þar ræður ríkjum jarðneskur engill, boðberi kærleikans sem hefur ásett sér að sjá fólk með hjartanu, tekur öllum opnum örmum, dæmir ekki og fer ekki í manngreiningarálit.

Þar upplifir maður frið sem er engu líkur. Frið sem sprottinn er af raunverulegri umhyggju sem á ættir að rekja til kærleikans æðsta og messta. Frið sem hefur þau áhrif að maður endurnærist og fyllist aðdáun og þakklæti fyrir fegurð lífsins.

Er þá sama hvort um er að ræða óvenju ferskan og ljúffengan morgunverðinn, herbergi eða rúm, sængur eða sápur, sturtur eða geðugt starfsfólk sem hefur þægilegt viðmót og sanna þjónustulund. Manneskjur sem leggja sig fram af alúð, þannig að þig langar að koma aftur og aftur. Því að á Hótel Egilsen er hreint út sagt dásamlegt að dvelja.

Allt þetta og svo miklu meira til, skilur eftir sig notalegar minningar sem erfitt er að koma í orð en ég hvet fólk til að upplifa.

Takk fyrir mig!

Sigurbjörn Þorkelsson
rithöfundur
26. ágúst 2013