Júlíönnu hátíð

Jón Hálfdanarson

Þegar ég vaknaði í kókosrúminu á Hótel Egilsen og horfði á sólskinið sem flæddi inn um gluggann fannst mér eins og ég væri kominn á suðræna strönd. En það breyttist þegar ég kom út og ekki til hins verra. Han vara ð norðan og frostið beit en við vorum vel klædd. Mett eftir fjölbreyttan og staðgóðan morgunverð gengum við um bæinn og síðan niður að höfn og upp á Súgandisey. Þar gat á að líta, því í aðra átt ljómuðu blár Breiðafjörður og eyjar hans í sólinni en í hina kúrðu veltilhöfð húsin í bænum. þarna uppi rákumst við á heimamenn sem gátu nafngreint fyrir okkur flestar eyjarnar og bent á Stykkið, klapparhólma undir hausnum á hafskipabryggjunni. Uppi við vitann spjallaði ég við Svisslendinga sem vorum nú komnir til Íslands til að upplifa landið í vetrarham en þekktu það vel frá sumarferðum. Og þau sögðust ekki vera svikin af dvölinni á Hótel Egilsen eða veðrinu tvo síðustu daga!

En þar beið okkar steiktar kótelletur og sunnudagsmatur eins og hann var tilreiddur í gamla daga. Í fyrsta sinn í áratugi borðaði ég sveskjugraut. Stjúpa mín sauð stóran pott af sveskjugraut á sunnudögum. Hann var borinn fram sem eftirréttur og afganginn fengum við síðan alla daga vikunnar. Uppeldissystir mín veðjaði við mig hvort ég gæti klárað upp úr allri stóru skálinni svo við losnuðum við hann í eitt skipti fyrir öll. Ég vann veðmálið en það var fyrst núna í Stykkishólmi sem mér tókst að melta sigurinn!?